Samfélagið

Litið um öxl með Jóni Björgvinssyni, nýárspistill um umhverfismál.

Hann hefur flutt okkur fréttir frá víglínunni í Úkraínu, frá hamfarasvæðum í Marokkó og Tyrklandi og þegar hann byrjar lýsa aðstæðum á íslensku, vopnaður hljóðnema merktum RÚV færast fjarlægir atburðir nær okkur. Við lítum í dag yfir farinn veg með Jóni Björgvinssyni, hann er frétta- og kvikmyndagerðarmaður, hefur lengi verið búsettur í Sviss og flytur okkur oft fréttir frá stríðs- og hamfarasvæðum. Á síðasta ári dvaldi hann meðal annars langdvölum í Úkraínu og flutti fréttir þaðan.

Við heyrum svo nýárspistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi. Hann veltir því upp hvort tilefni til bjartsýni eða svartsýni í umhverfismálum í upphafi árs og fjallar sérstaklega um hræringar tengdar réttindum dýra og lífríkis.

Frumflutt

4. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,