Samfélagið

Sjálfsmyndarkrísa blaðamanna, mosakrot og landgræðsla, stórbruni á Raufarhöfn

Hvernig hafa íslenskir blaðamenn brugðist við miklum og örum breytingum í fjölmiðlaumhverfinu, og hvernig hafa hugmyndir þeirra um hlutverk sitt þróast í takt við þær? Eru blaðamenn í sjálfsmyndarkrísu? Í dag fáum við Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, í heimsókn til ræða þessar áleitnu spurningar.

Mosi, hann er mjúkur og til af honum 600 tegundir á Íslandi. Í síðustu viku ræddum við um sjaldgæfar mosategundir í Hólavallagarði í Reykjavík - og í dag beinum sjónum okkar landgræðslu og mosakroti. Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar fræðir okkur um landgræðslustarf fyrirtækisins á Hellisheiði og víðar.

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, rifjar upp umfjöllun Ríkisútvarpsins um stórbruna á Raufarhöfn, þegar Búðin, eitt elsta timburhús landsins, brann til kaldra kola árið 1956.

Tónlist í þætti:

JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi.

EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Mussisjuk.

Frumflutt

9. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,