Samfélagið

06.06.2024

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir.

Fjallað um vetni sem orkugjafa en ekki bara vetni heldur líka hvernig það tengist lífsstarfi Þorsteins Inga Sigfússonar, heitins, sem var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri nýsköpunarmiðstöðva. Í vikunni var blásið til heiðursmálþings í minningu Þorsteins í hátíðarsal aðalbyggingar háskólans, fjallað um fjölbreyttan feril hans og ástríðu fyrir vísindunum og hvernig hann tengdist og ruddi braut vetnis sem orkugjafa. Við símum til Svíþjóðar og ræðum við son Þorsteins, Davíð Þór Þorsteinsson Læknir og Guðrún Pétursdóttir, prófessor emeríta í lífeðlisfræði, hún var fundarstjóri á málþinginu og þekkti Þorstein vel og með henni verður Egill Tómasson, nýsköpunarstjóri Landsvirkjunar.

Líkami okkar er flókinn. Við pælum kannski ekki mikið í því ef allt er í lagi. En þegar fólk kemst á efri ár byrjar gjarnan eitthvað klikka. Eyrun er lítil vél sem getur bilað á ýmsan máta, stöðusteinaflakk er eitt af því sem fólk getur lent í. Rætt við Hólmfríði Sigurðardóttur sjúkraþjálfara og sérfræðing í meðferð stöðusteinaflakks.

Málfarsmínúta um góðgæti og Umhverspistill frá ungum umhverfissinnum - Esther Jónsdóttir

Frumflutt

6. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,