Samfélagið

Falsaðar raddupptökur og gervigreind, ný umbúðareglugerð ESB drepur litla sjampóbrúsa, málfar.

Nýlega fór í dreifingu fölsuð upptaka af borgarstjóra Lundúna sem olli talsverðu uppnámi. Þar heyrðist rödd hans tala um göngur mótmælenda sem eru hliðhollir málstað Palestínu, sem fyrirhugaðar voru á minningardegi um lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, ættu njóta forgangs umfram aðra viðburði. Hann réði yfir lögreglunni í Lundúnum og hún gerði eins og hann skipaði. En borgarstjórinn sagði þetta aldrei og engin leynileg upptaka hafði verið gerð. Rödd borgarstjórans hafði verið fölsuð með gervigreind. Nokkuð sem er verða æ algengara, auðveldara og raunverulegra. Það telja líklegt slíkar falsanir á hljóði, myndum og jafnvel myndskeiðum verði mjög áberandi þegar styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Við ætlum ræða þetta við Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóra Grid og áhugamann um þróun gervigreindar.

Litlu plastöskjurnar utan um smjör eða sultu, pínulitlir hótelsjampóbrúsar, falskir botnar - innan skamms verður þetta allt bannað - það er þegar umbúðareglugerð Evrópusambandsins - sem er langt komin - verður veruleika. Við ætlum ræða við Birgittu Stefánsdóttur, sérfræðing í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun um framtíð plastumbúða, hvort hér verði settar upp flöskuþvottastöðvar og um sykurreyrsboxin sem eiginlega bara hurfu.

Frumflutt

8. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,