ok

Samfélagið

Loforð Trumps og gæludýrahald

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fyrirferðamikill í umræðunni á þessum rúmlega 70 dögum sem eru liðnir frá embættistöku hans, enda hefur hann alls ekki setið auðum höndum. Síðasta umdeilda ákvörðun hans var í gær, þegar hann tilkynnti um nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna – þar á meðal vörur frá Íslandi.

Forsetinn lofaði ýmsu í kosningabaráttunni - er hann einfaldlega að standa við það sem hann hét að gera? Og er ekki alltaf verið að kalla eftir því að stjórnmálamenn standi við stóru orðin?

Til að útskýra þetta allt saman fyrir okkur kemur Birta Björnsdóttir yfirmaður erlendra frétta á Fréttastofu RÚV í Samfélagið.

Ef nýtt frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra verður að lögum þarf ekki lengur samþykki annarra íbúa fyrir hunda- og kattahaldi í fjölbýli. Þetta hefur fengið blendnar viðtökur - sumir fagna en aðrir benda á að þá verði ekki lengur hugað að réttindum þeirra sem þola ekki að hafa dýr nálægt sér. Hildur Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins kemur og ræðir þetta og ýmislegt annað sem tengist sambýli fólks.

Við höldum svo áfram í hundunum og fjöllum um samband manna og hunda, hundamenningu á Íslandi í 100 ár og 60 ára langt hundabann í Reykjavík. Ingibjörg Sædís, þjóðfræðingur hefur rannsakað þetta og kemur til okkar.

Frumflutt

3. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,