Samfélagið

Þjóðarspegillinn 2023

Samfélagið sendir út beint frá Háskólatorgi í tilefni af Þjóðarspeglinum.

Guðbjört Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun segir okkur upp og ofan af þessari viðamiklu ráðstefnu sem er haldin í 24. sinn. Og hér eru flutt hátt í 200 erindi um allt milli himins og jarðar sem tengist fræðilegri umræðu um það sem efst er á baugi innan félagsvísinda.

Á taka tillit til minja sem tengjast þjóðtrú og þjóðsögum við vegagerð, hvað um steina sem einhver einhvern tímann taldi í byggju álfar? Við ræðum við Jón Jónsson, hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum um vegagerð, fornminjar og menningarminjar, og sérstaklega um Topphól, meinta álfakirkju, sem sprengdur var upp á árinu.

Einhverfar konur sem fengið hafa greiningu á fullorðinsárum hafa sumar endurskilgreint fortíð sína og hætt kenna sjálfum sér um mótlæti sem þær hafa mætt. Snæfríður Þóra Egilsdóttir prófessor og Kremena Nikolova-fontaine, hjá rannsóknasetri í fötlunarfræðum, gerðu viðtalsrannsókn þar sem þær ræddu við nokkrar einhverfar konur á miðjum aldri sem varpa ljósi á reynslu þeirra fyrir og eftir greiningu.

Og svo ræðum við um matarmenningu og hlutverk hennar í mótun sjálfsmyndar, Kristinn Schram, þjóðfræðingur, hefur rannsakað það.

Málfarsmínútan verður líka á sínum stað.

Frumflutt

3. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,