Samfélagið

Huldumaður á bakvið geitarbrennuhótanir, umhverfisvænni jól, uppgjör Vísindavefsins

Rúmlega 4000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-viðburðinn Íkea-geitin brennd. Í viðburðarlýsingu segir: Komum öll saman og brennum þessa helvítis Íkea-geit. Við ætlum fjalla um þessa geit, uppruna hennar, sögu og skemmdarfýsnina sem virðist tengjast henni sterkum böndum. Við ræðum við Guðnýju Camillu Aradóttur, yfirmann samskiptasviðs Íkea, Terry Gunnell, prófessor emerítus í þjóðfræði og huldumanninn á bak við havaríið.

Bryndís Marteinsdóttir, flytur okkur jólaumhverfispistil, sem var fyrst fluttur 22. desember 2022, en á alveg jafn vel við í dag.

Í lok þáttar lítum við um öxl og gerum upp árið á Vísindavefnum. Við ræðum við Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóra, fræðumst um hvað stóð upp úr hjá vefnum, hvað var mest lesið, áhugaverðast eða skrítnast.

Tónlist:

Guðmundur Pétursson Tónlistarm., - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Frumflutt

20. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,