Samfélagið

Átök Hamas og Ísraels, leikskólabörn og skjöl úr móðuharðindunum

Við ætlum fjalla um átökin milli Hamas og Ísraelsríkis. Hvers vegna er ekki einhugur meðal ríkja heims um styðja vopnahlé, hvers vegna eru viðbrögð vesturveldanna við þessu stríði gerólík viðbrögðum þeirra við stríðinu í Úkraínu? Eru hörmungarnar sem almenningur á Gaza býr við án fordæma, er hægt tala um þjóðarmorð? Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir þetta við okkur.

Við leitum ljósi í myrkrinu og kíkjum í heimsókn í leikskólann Öskju, heyrum hljóðið í þriggja og fjögurra ára drengjum í jólaskapi og fræðumst aðeins um Hjallastefnuna í leiðinni, ræðum við Ásthildi Hönnu Ólafsdóttur, leikskólakennara á gula kjarna.

Við förum einnig í heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Margrét Gunnarsdóttir, skjalavörður, sýnir okkur merkileg skjöl úr dönsku sendingunni svokölluðu, rentukammersskjöl frá tímum móðuharðindanna.

Frumflutt

11. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,