Samfélagið

Útflutningur á sorpi, jólamarkaður Virknimiðstöðvar, krossfiskar

Sorpa hefur sent út fyrstu gámana með rusli til Svíþjóðar þar sem það verður nýtt til orkuframleiðslu. Þetta er rusl sem annars hefði farið í urðun er hluti af áætlunum Sorpu um hætta nær allri urðun á Álfsnesi á næstunni og alveg árið 2030. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri, Sorpu ætlar segja okkur allt um þetta.

Við bregðum okkur á jólamarkað Virknimiðstöðvar Reykjavíkur á Borgarbókasafninu í Spönginni, þar stendur Árni Elvar H. Guðjohnsen við afgreiðsluborð sem hann smíðaði sjálfur. Við ræðum við Árna og fleiri um markaðinn og starf Virknimiðstöðvarinnar.

Við fáum svo glóðvolgar fréttir úr heimi vísindanna. Nýjar rannsóknir á krossfiskum hafa leitt í ljós stórmerkilegar og æsispennandi uppgötvanir á líffræði þeirra og þróun. Arnar Pálsson erfðafræðingur gerir grein fyrir þessum nýju uppgötvunum.

Frumflutt

14. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,