ok

Samfélagið

Elli hunda og katta, markaðsbrestur Stefáns og löggæsla án valdbeitingar

Öldrunarmálin verða okkur hugleikin í dag, við eldumst öll og það gera dýr líka. Hanna Arnórsdóttir Rodgers, dýralæknir, ætlar að ræða við okkur um aldurstengda færnisskerðingu hjá hundum og köttum og hvernig eigendur geta annast þessa ferfætlinga í ellinni þá í ellinni.

Hvernig upplifa minnihlutahópar á Íslandi samskipti við lögregluna? Og getum ímyndað okkur framtíð þar sem við tryggjum öryggi fólks án valdbeitingar? Í dag höldum við áfram viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir, í samvinnu við Borgarbókasafnið. Pétur Magnússon fær til sín Armando Garcia, sem hefur rannsakað samskipti minnihlutahópa og lögreglu, til að ræða um framtíð löggæslu á Íslandi.

Við fáum svo pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi um miðbik þáttar, hann ætlar að fjalla um markaðsbrest.

Tónlist í þættinum:

BOB DYLAN - If Dogs Run Free (Alternate Version, New Morning).

ARETHA FRANKLIN - Freeway Of Love.

Helgi Björns og Fjallabræður - 1000 sinnum segðu já (Tónaflóð 2016)

Frumflutt

31. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,