Samfélagið

Brúarvinnuflokkar sameina krafta sýna í Elliðaárdal, Baskasetur og hátíð á Djúpavík, dýraspjall um sæotur

Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar eru tveir, annar í Vík í Mýrdal og hinn á Hvammstanga og þessa dagana sameina þeir krafta sína í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Brúin yfir Elliðaár, neðan við Árbæjarstíflu, þurfti allsherjar yfirhalningu - vegriðið orðið slappt, steypan léleg, það þarf skipta um legur og þensluraufar og hvaðeina. Við kíktum á framkvæmdina á dögunum og ræddum við VIlhjálm Arnórsson, yfirverkstjóra flokksins frá Hvammstanga og matráðinn Hrefnu Magnúsdóttur sem tilheyrir flokknum frá Vík - bæði hafa verið í brúarvinnuflokki í átján ár.

Við heyrum svo í Ólafi J. Engilbertssyni, hann er formaður Baskavinafélagsins og er staddur á Djúpavík á ströndum. Þar á setja á fót sérstakt Baskasetur og þessa dagana er þar hátíð þar sem menningu Baska og tengslum þeirra við Ísland er fagnað með sýningu, vinnustofum, málþingi og tónleikum.

Vera Illugadóttir kemur svo til okkar í lok þáttar í dýraspjall - til umræðu er hinn frægi sæotur 841.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir.

Tónlist:

Lónlí blú bojs - Heim í Búðardal.

THE KINKS - Sunny Afternoon.

Olga Guðrún Árnadóttir - Kötturinn Sem Gufaði Upp.

Frumflutt

7. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,