Samfélagið

Hrútskýringar og niðrandi tal í íslenskum stjórnmálum, málningakeppni í Nexus

Við byrjum á skrímslum, vélmennum og stríðsmönnum. Í Nexus fer fram fígúrumálningakeppni, þar sem keppendur senda inn sína bestmáluðu smáfígúru frá árinu 2024. Við kíktum í heimsókn í morgun og ræddum við Guðbrand Magnússon, starfsmann Nexus, um keppnina, um áhugamálið fígúrumálningar og fleira.

Við ætlum fjalla um orðræðu karla í íslenskum stjórnmálum í garð stjórnmálakvenna og þá hvort hún niðrandi, hrútskýrandi og jafnvel beinlínis dónaleg og úrelt og velta fyrir okkur hvort karlkyns stjórnmálaleiðtogar breyttust í tali og nálgun eftir stjórnarmyndun frá aðdraganda kosninga og þá sérstaklega í garð formanns Flokks fólksins, Ingu Sæland. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingar og stjórnmálamaður til áratuga, og Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við menntavísindasvið og sérfræðingur í kynjamálum, ætla kryfja málin með okkur hér á eftir.

Tónlist úr þættinum:

DAVID BOWIE - Scary Monsters (And Super Creeps).

EURYTHMICS & ARETHA FRANKLIN - Sisters Are Doin' It For Themselves.

Frumflutt

6. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,