Samfélagið

ÍSÍ um Þjóðarhöll, skordýraspjall og EM í handbolta

Við færðumst í vikunni skrefi nær því sjá Þjóðarhöll rísa í Laugardal í Reykjavík. 14 milljarða króna mannvirki sem á geta tekið 8600 manns í sæti. Ríki og borg undirrituðu í gær samning um stofnun félagsins Þjóðarhöll ehf. Fyrsta verk þess verður efna til forvals og samkeppni um hönnun hússins. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ ræðir við okkur um Þjóðarhöllina sem bæði íþróttafólk og áhugafólk um íþróttir bíður eftir með eftirvæntingu, og hefur beðið eftir lengi.

Ísland mætir Serbíu kl. 17 í dag á EM karla í handbolta, sem fer fram í Þýskalandi. Ríkisútvarpið er með sína útsendara í München, þar sem leikir í riðli Íslands eru spilaðir. Einn þeirra er Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður. Við tókum hann tali.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunauts RÚV.

Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um náttúrufræði, plöntur og skordýr. Hann stofnaði fyrir nokkrum árum hópinn Skordýr á Íslandi og birtir þar stórkostlegar myndir sem hann tekur í skordýrastúdíói sem hann hefur útbúið í litlu gróðurhúsi í Kjósinni.

Við ræðum skordýr, flækinga og nýjar tegundir við Björn.

Frumflutt

12. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,