Samfélagið

Staðartengsl, einmitt og spellvirkjar úr dýraríkinu

Hvernig tengjumst við stöðum og hvaða tök hafa þeir á okkur? Þetta hafa þjóðfræðingar við Háskóla Íslands rannsakað í nokkur ár í rannsóknarverkefni sem kallast aðdráttarafl arfleifðar og staðartengsl í borgarlandslagi, (ágætis tungubrjótur það). Þátttakendur í rannsókninni hafa spásserað um miðborg Reykjavíkur með upptökugleraugu á nefinu og talað um þær minningar og tilfinningar sem umhverfið, hvort sem það er hús, köttur eða gangstéttarhella vekur hjá þeim.Við ræðum við þau Ólaf Rastrick, prófessor í þjóðfræði og Snjólaugu Guðrúnu Jóhannesdóttur, doktorsnema.

Við heyrum líka málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunauti, hún fjallar um einmitt, nákvæmlega og nefnilega.

Svo ætlar Vera Illugadóttir heiðra okkur með nærveru sinni. Umfjöllunarefni hennar er, sem fyrr, dýr og sérstaklega dýr sem hafa valdið spellvirkjum og jafnvel þurft svara til saka fyrir óknytti.

Frumflutt

19. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,