Samfélagið

Próf og námsmat, verkefnið eitt barn - öll börn, upptaka frá 1957

Próf hafa verið svolítið í umræðunni undanfarið; niðurstöður PISA-könnunar, mikilvægi samræmds námsmats og svo er prófatíð margra skóla nýlokið. Við fjöllum um próf og námsmat, eru próflausir skólar framtíðin eða eru próf nauðsynleg? Hvað er leiðsagnarmat? Við tökum púlsinn á fólki á Háskólatorgi og ræðum við Berglindi Gísladóttur, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Benedikt Hallgrímsson, prófessor við háskólann í Calgary í Kanada, kynnti í síðustu viku rannsóknir sínar tengdar heilsu barna. Hann hefur búið þar ytra í um 40 ár og telst með fremstu vísindamönnum Kanada. Í fyrirlestrinum sagði hann frá verkefninu One child, every child eða Eitt barn, öll börn sem skoðar heilsu barna í víðu samhengi. Verkefnið fékk stóran, margra ára styrk frá kanadíska ríkinu, þann stærsta sem Calgary-háskóli hefur hlotið. Við ræðum við Benedikt um efni fyrirlestursins.

Við bregðum okkur aftur til ársins 1957, hlustum á upptöku úr safni Ríkisútvarpsins um jólaskreytingar í kirkjugörðum.

Frumflutt

18. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,