Samfélagið

Skipulag og náttúruvá, orkuskipti í flutningum og umhverfispistill

Í dag ætlum við fjalla um náttúruvá og skipulagsmál en skipulagsgerð er mikilvægur vettvangur til þess takast á við þær áskoranir sem fylgja náttúruvá hvort sem er af völdum loftslagsbreytinga, eldsumbrota eða annarra þátta í náttúru- og veðurfari. Sigrún Karlsdóttir, skrifstofustjóri náttúruvárþjónustu Veðurstofu Íslands, segir okkur frá vinnu við gerð áhættumats við skipulagsgerð í ljósi nýlegrar reynslu af eldsumbrotum og til framtíðar.

Og við tölum um orkuskipti í þungaflutningum. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um kaup fimm íslenskra fyrirtækja á nýjustu tegund vetnisknúinna vörubíla frá þýska vörubílaframleiðandanum MAN. Það er fyrirtækið Íslensk nýorka sem hefur haft forgöngu um þetta verkefni og við ætlum tala við framkvæmdastjórann Jón Björn Skúlason á eftir.

Svo heyrum við umhverfispistil í lok þáttar frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Frumflutt

2. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,