Samfélagið

Svifryk, vetrarfuglatalning og neytendaspjall

Í gær var hægur vindur á höfuðborgarsvæðinu, snjóinn hafði tekið upp, göturnar þurrar og eftir hádegi barst tilkynning frá Reykjavíkurborg - styrkur svifryks mældist hár víða um borgina og fólk beðið draga úr akstri einkabílsins, taka strætó . Við ætlum ræða svifryk, orsakir þess, áhrif og mögulegar aðgerðir við Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið saman niðurstöður úr árlegri vetrarfuglatalningu. Í þessari talningu sem fór fram í janúar, sáust hátt í 170 þúsund fuglar af meira en 80 tegundum. Sumir fuglar koma fyrir í tugþúsundatali en aðrir bara einu sinni - eins og grákráka og blessuð heiðlóan. Svenja Auhage fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur umsjón með þessum rannsóknum og segir okkur frá þeim.

Neytendaspjall við Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Við ætlum ræða fjallabaksleið sem fólk virðist stundum fara þegar það vill bætur vegna þess flugferð sem það átti bókaða var seinkað eða henni aflýst.

Tónlist:

DAMIEN RICE - Volcano (Radio Edit 2004).

Rocky trail - Kings of convenience.

Frumflutt

12. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,