ok

Samfélagið

Samfélagsmiðlar eftir endurkomu Trumps, klippimyndaframtíð, mislingar og bólusetningar

Forríkir tæknimógúlar hafa undanfarið fylkt sér að baki Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Elon Musk, ríkasti maður heims, sem á Teslu, SpaceX og samfélagsmiðilinn X, er orðinn innsti koppur í búri hjá Trump og jafnvel talinn vilja gerast einhvers konar strengjabrúðumeistari yfir honum. Jeff Bezos, forstjóri Amazon og annar ríkasti maður heims, stendur líka þétt við bak forsetans og það sama má segja um þann þriðja ríkasta, Mark Zuckerberg, forstjóra Meta sem á Facebook, Whatsapp og Instagram. Zuckerberg og Trump elduðu lengi grátt silfur saman en eru nú mestu mátar - og áhrifa þessa viðsnúnings virðist gæta á miðlunum - sem þekkt er að hægt er að nota og misnota í pólitískum tilgangi. Við ætlum að ræða þetta samkrull og afleiðingar þess fyrir lýðræðið við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar.

Og síðan höldum við áfram með viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir, sem við höldum úti ásamt framtíðarfestivali borgarbókasafnsins. Í dag fáum við til okkar Marie Vesela, listamann og heimspeking sem heldur úti vinnstustofum þar sem fólk skapar klippimyndir og ímyndar sér framtíðina eftir hundrað ár. Hvernig geta klippimyndir hjálpað okkur að hugsa um framtíðina? Við fræðumst um það í seinni hluta þáttar.

Edda Olgudóttir vísindamiðlari kemur svo til okkar í lok þáttar til að ræða um mislinga og bólusetningar.

Tónlist úr þættinum:

Kraftwerk - Computer World.

NEIL YOUNG - Powderfinger.

Frumflutt

22. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,