ok

Samfélagið

Hallar á konur í hæliskerfinu? Textíllinn sem við viljum ekki

Þegar Valgerður Guðmundsdóttir, lektor við Lagadeild Háskólans á Akureyri, starfaði hjá Útlendingastofnun rak hún sig á það að henni fannst erfiðara að heimfæra frásagnir kvenna sem sóttu um alþjóðlega vernd upp á flóttamannshugtakið, eins og það er skilgreint í lögum, en frásagnir karla. Þetta varð kveikjan að doktorsrannsókn sem hún lauk við nýverið. Við ræðum við Valgerði um stöðu kvenkyns hælisleitenda, það hvernig lögfræðingar sem fara yfir umsóknir þeirra nálgast sannleikann og hvað sé til ráða til að uppræta skekkjur í kerfinu.

Við fáum pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi - hann er með hugann við textílpokafjöll við söfnunargáma já og bara textíl almennt.

Tónlist og stef í þættinum:

PRINSPÓLÓ - Hamstra sjarma.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

UB40 - Many rivers to cross (80).

Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.

Frumflutt

27. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,