Samfélagið

Heimsókn í flokkunarstöð Sorpu, hvað er úrvalsmjólk og hvernig er hún framleidd, málfar og vísindaspjall

Frauðplastsdemantar, villt dýr og ást íslendinga á VHS-spólum koma við sögu í Samfélaginu í dag. Við fjöllum á næstunni um plast og plastumbúðir - og ætlum hafa spakmælið: Í upphafi skyldi endinn skoða, sem leiðarljós. Vegferðin byrjar því í Mótttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi.

Sjö mjólkurframleiðendur í Þingeyjarsveit náðu þeim frábæra árangri framleiða og greitt fyrir úrvalsmjólk alla mánuði ársins 2023. Frá þessu er sagt í umfjöllun á vef Þingeyjarsveitar. Við í Samfélaginu urðum forvitin um þessa úrvalsmjólk og hvernig hún er frábrugðin annarri mjólk sem íslenskir kúabændur framleiða í milljónum lítra á hverju ári. Samvinnufélagið Auðhumla hefur það hlutverk taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Og veitir viðurkenningar þeim sem framleiða úrvalsmjólk alla mánuði ársins. Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóri Auðhumlu segir okkur allt um úrvalsmjólk, gæði mjólkur og hvernig henni er safnað frá kúabúum landsins.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt vikulega vísindaspjall.

Frumflutt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,