Samfélagið

Tóm Laugardalslaug, Dofri, Seðlabanka mótmælt 1973 og málfar

Laugardalslaugin er tóm. Þar er hvorki vatn fólk þessa dagana vegna endurbóta. Árni Jónsson er forstöðumaður laugarinnar og hann tók á móti Samfélaginu þar í morgun og sagði frá því sem þar stendur til. Og það er margt.

Svo ætlum við rifja upp viðtal sem við áttum við Bjarna Bjarnason snemma á þessu ári. Hann var þá við það hætta störfum sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. En hann sagði okkur þá allt um gufuborinn Dofra sem var verið gera upp. Þessa afkastamiklu og mikilvægu vinnuvél sem hefur borað ófáar holurnar í leit heitu vatni og gufu - og þar áður olíu, eins og Bjarni segir okkur frá. Þegar við ræddum við Bjarna var borinn í skemmu í Hafnarfirði en eru fram­kvæmd­ir hafn­ar við koma Gufu­born­um Dof­ra fyr­ir á nýju fræðslu-, upp­lif­un­ar- og úti­vist­ar­svæði við Elliðaár­stöð.

Svo rifjum við upp 50 ára gamla upptöku úr safni RÚV með Helgu Láru Þorsteinsdóttur.

Málfarsmínútan er líka á sínum stað.

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,