• 00:02:40Hefring Marine - Karl Birgir Björnsson
  • 00:29:04Málfarsmínúta - stimpilklukka
  • 00:30:16Málþing um loftmengun í Reykjavík

Samfélagið

Nýjunar í siglingatækni, loftmengun í Reykjavík og stimpilklukka

Við ætlum forvitnast um nýja tækni í siglingum og hvernig hægt er minnka eldsneytisnotkun og þar með útblástur og tryggja betur öryggi á sjó. Karl Birgir Björnsson er einn stofnenda og framkvæmdastjóri íslenska sprotafyrirtækisins Hefring Marine, sem sérhæfir sig í slíkum lausnum en Karl fékk sérstaka viðurkenningu Sjávarklasans í gær fyrir árangur með nýsköpunarfyrirtæki.

Í vikunni fór fram málþing í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sérfræðingar fóru yfir stöðuna hvað varðar loftmengun í Reykjavík. Milljónir deyja á heimsvísu á hverju ári af völdum loftmengunar og tugir hér á landi. Og á höfuðborgarsvæðinu gengur illa uppræta hana. Samfélagið var á málþinginu.

Við heyrum líka eina málfarsmínútu.

Frumflutt

17. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,