Samfélagið

Sálræn áhrif hörmunganna á Gaza, Reykjavíkurskákmót, umhverfispistill

Við ætlum ræða hvaða áhrif eyðilegging, endurtekinn missir, ótti, matarskortur og linnulausar árásir hafa á andlega líðan fólks, bæði í núinu og til frambúðar - einkum í samhengi við yfirstandandi árásir ísraelshers á Gaza þar sem almenningur býr við hörmulegar aðstæður en líka áhrifin á heimsbyggðina sem stendur á hliðarlínunni með snjallsímann og getur fylgst með öllu á samfélagsmiðlum í nær rauntíma. Helena Jónsdóttir, sálfræðingur sem starfað hefur fyrir samtök Lækna án landamæra, ræðir þetta við okkur, en hún hefur meðal annars starfað í Afganistan, Jemen og Suður-Súdan.

Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu á morgun og stendur yfir helgina. Þátttakendur skipta hundruðum og þar á meðal eru skákáhrifavaldar sem senda út beint streymi frá mótinu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir okkur frá þessu.

Endurfluttur umhverfispistill frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi: „Á ég gera það?“

Frumflutt

14. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,