ok

Samfélagið

Aðstæðuvitund, ráðherra loftslagsmála og félagsþjónustan um bruna

Fyrirtækið Snjallgögn ehf. hefur búið til hugbúnað sem nýtir gervigreind með aðstæðuvitund, eins og það er kallað, þar sem upplýsingar um atburði, veður, komur skemmtiferðaskipa og fleira eru nýttar til að bæta söluspár og bregðast við ytri aðstæðum - sem geta verið óvæntar. Stefán Baxter framkvæmdastjóri Snjallgagna segir okkur meira.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, telur að lausnanna við loftslagsvandanum sé að leita í fortíðinni. Við fengum hans viðbrögð við skýrslu Vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi og ræðum einnig við Ölmu Möller, landlækni um viðbrögð heilbrigðiskerfisins.

Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin hafi fylgt sumum þeirra sem lentu í brunanum á Bræðraborgarstíg eftir í mörg ár. Borgin á erfitt með að aðstoða fólk sem missir allt sitt í bruna í iðnaðarhúsnæði við að finna langtímahúsnæði - oftast fer það aftur iðnaðarhúsnæði.

Frumflutt

19. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,