Heilsutæknisprotar, bráðnandi jöklar og hundraðasti pistill Páls Líndal
Við byrjum þáttinn í heimi nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Nýlega lauk sérstökum viðskiptahraðli fyrir heilsutæknisprota – sem haldið var af KLAK-icelandic startups, og við ætlum að forvitnast um hann. Þetta er búið að vera stórt ár fyrir KLAK, sem fagnaði 25 ára afmæli árið 2025. Við fáum til okkar Ástu Sóllilju Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóra og Harald Bergvinsson, verkefnastjóra, til að ræða þetta nánar.
Um miðbik þáttar fáum hundraðasta pistil Páls Líndal umhverfissálfræðings hér í Samfélaginu.
Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull, eða jöklar á Suðurskautslandinu, bráðna? Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, kíkir til okkar og fræðir okkur um áhrif hlýnunar jarðar á bráðnun jökla og afleiðingar þess á hækkun sjávarborðs jarðar.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-12-16
Bergman, Natalie - Gunslinger.
Springfield, Dusty - All I see is you.
Sam Fender & Olivia Dean - Rein me in.
Wednesday - Townies.
Frumflutt
16. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.