ok

Samfélagið

Rasismi í garð Grænlendinga, umdeildar herstöðvar, loftslagsbreytingar á norðurslóðum

Kerfisbundinn rasismi Dana í garð Grænlendinga er ekki nýr af nálinni enda teygir nýlendusagan sig 300 ár aftur í tímann. Nýlega, mitt í Trump-fárinu og hneykslinu í kringum heimildamyndina um hvíta kreólít-gullið, birti danska ríkissjónvarpið grínþátt sem var kornið sem fyllti mælinn og fjöldi fólks mótmælti í Nuuk, forsætisráðherra landsins þar á meðal. Við fjöllum um rasisma í garð Grænlendinga og ræðum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins og núverandi framkvæmdastjóra sjálfbærni- og samskiptamála hjá Air Greenland.

Og svo lítum aðeins aftur í tímann og rifjum upp eldri umfjallanir Samfélagsins um Grænland. Loftslagsbreytingar og hreindýrabúskapur, deilur Grænlendinga og Bandaríkjamanna um herstöðina Thule, og ýmislegt fleira hefur verið til umfjöllunar á þessum vettvangi, og í dag fáum við að heyra brot af því.

Frumflutt

14. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,