Samfélagið

Samfélagið í Borgarnesi

Í dag heilsum við ykkur frá Borgarnesi, nánar tiltekið frá hljóðveri Ríkisútvarpsins í Menntaskóla Borgarfjarðar. Við verðum með hugann við þetta svæði í dag.

Við ætlum ræða rekstur sveitarfélaga, aukaíbúðir sem standa auðar um allt land og byggðabrag við Vífil Karlsson, prófessor í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og ráðgjafi hjá samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Inga Dóra Halldórsdóttir, forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Brákarhlíð og Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar ræða við okkur um líf sitt og störf hér í Borgarnesi og um sameiginlegt verkefni sem snýr því auka samskipti þvert á kynslóðir.

Ræðum við þau sem starfa hér dagsdaglega, þau Gísla Einarsson, dagskrárgerðarmann og veislustjóra í hjáverkum og Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamann á Vesturlandi.

Frumflutt

24. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,