Samfélagið

Slow food, varist eftirlíkingar, málfarsmínúta og vísindaspjall

Við forvitnumst um Slow food-hreyfinguna svokölluðu, en hugmyndafræði hefur breiðst út um allan heim. Það er viðhorf þeirra sem fylgja þessum lífsstíl matur eigi bragðast vel, hann eigi vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur og sanngjarn á þann hátt sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir. Dóra Svavarsdóttir er formaður Slow food Reykjavík. Við ræðum við hana.

Feik eða ekta? Það er yfirskrift sýningar í tengslum við Hönnunarmars sem stendur yfir. Á sýningunni er hægt bera saman vörur sem ýmist eru falsaðar er ekta og velta fyrir sér hvort er hvað. Vodkaflaska, lampi, töskur, úr, skór, símar og fleira er þar til sýnis. Hugverkastofan, Epal og React - alþjóðlegt samstarfsnet fyrirtækja gegn fölsunum, standa þessari sýningu. Við kíkjum á sýninguna og spjöllum þar við Borghildi Erlingsdóttur forstjóra Hugverkastofunnar og Þórunni Sigurðardóttir frá React.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.

Frumflutt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,