Samfélagið

Jarðkönnun í Grindavík, sjálboðaliðar í dreifbýli og nýr kolkrabbi

Almannavarnir kynntu fyrr í vikunni stöðuna á jarðkönnunarverkefni sem hefur staðið yfir í nokkrar vikur og er hluti af heildaráhættumati fyrir Grindavík. Verkefnið hefur samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum þann tilgang auka öryggi einstaklinga með því rannsaka og kortleggja sprunguhættu. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna segir okkur nánar frá þessu.

kvenfélagið selja sveitarstjórninni kökur ef það er bakari á staðnum? Hvað finnst fólki um sjálfboðaliðastörf, hvenær finnst því í lagi gefa vinnu sína og hvaða þýðingu geta þessi störf haft? Eru þau alltaf og alls staðar vinnumarkaðsbrot eða bara stundum og sums staðar? Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði hefur rannsakað þann sið senda börn í sveit frá ýmsum hliðum, í framhaldinu beindi hún sjónum sínum sjálfboðastörfum fólks sem kemur hingað erlendis frá og því næst rannsakaði hún viðhorf til sjálfboðaliðastarfa almennt, í sveitum og dreifbýli. Við ræðum við hana.

Það var sagt frá því í Morgunblaðinu á dögunum íslenskir vísindamenn hefðu lýst nýrri tegund kolkrabba í grein í tímaritinu Zoological Letters. Kolkrabbi þessi hefur hlotið heitið Ægir, eða Muusoctopus aegir. Steinunn Hilma Ólafsdóttir sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun er einn höfunda greinarinnar. Hún ætlar segja okkur frá þessari uppgötvun og ræða við okkur um rannsóknir í undirdjúpunum.

Frumflutt

23. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,