ok

Samfélagið

LJósvist á Íslandi, rústabjörgun, málfar og vísindaspjall

Undanfarna 17 daga hefur staðið yfir mikil björgunaraðgerð í Himalayafjöllunum þar sem 41 verkamaður festist í jarðgöngum sem féllu saman. Mennirnir náðust allir út úr göngunum heilir á húfi í gær og voru dregnir á börum eftir 90 sentímetra breiðu röri. Rætt við Magnús Örn Hákonarson björgunarsveitarmann og sérfræðing á sviði rústabjörgunar.

Ólíkt því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum eru litlar sem engar kröfur gerðar um góða ljósvist í íslenskum byggingum - jú, samkvæmt byggingareglugerð þurfa að vera gluggar en það er ekkert því til fyrirstöðu að byggja annað hús beint fyrir utan þá. Þessu vill vinnuhópur sem hefur unnið að tillögum til breytinga á byggingareglugerðinni breyta. Við ræðum lýsingu og ljósvist við Ástu Logadóttur, verkfræðing og lýsingarsérfræðing hjá Lotu en hún á sæti í nefndinni og kynnti tillögurnar í dag.

Við heyrum eina málfarsmínútu og endurflytjum svo vísindaspjall við Eddu Olgudóttur frá því fyrr á árinu.

Frumflutt

29. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,