Samfélagið

Trjágróður á Akureyri, Ívar gröfukall á Flateyri og flóðsvín í heitum laugum

Samfélagið sendir út frá þremur stöðum á landinu. Frá Efstaleiti þar sem Jón Þór Helgason tæknimaður situr, frá Flateyri þar sem Guðmundur Pálsson er og frá Akureyri - þar er Arnhildur Hálfdánardóttir.

Og efni þáttarins kemur líka úr þremur áttum. Við byrjum á Akureyri, þar er skýjað, kalt og frekar stillt, vettlingaveður og við ætlum tala um tré. Akureyri er stundum kölluð bærinn í skóginum og það eru mörg gömul og tignarleg tré sem setja mark sitt á bæinn. Sniðgötubirkið, Þríforkslerkið við Bjarmastíg, Asparrisinn við Oddeyrargötu svona svo dæmi séu nefnd. Við förum í gönguferð um Akureyri með Bergsveini Þórssyni, garðyrkju- og skógfræðingi, ræðum um einstök tré, eðli trjáa og framtíðina - en tré verða víst ekki eilíf - og við spyrjum: Verður enn gróðursælt á Akureyri eftir 30 ár?

Og á Flateyri er heiðskírt og logn og 3-4 stiga frost. Afskaplega fallegt veður. Og það er snjór yfir öllu. En það sem umsjónarmönnum Samfélagsins finnst umtalsverður snjór þykir Ívari gröfukalli, sem sinnir snjómokstri á Flateyri varla vera neitt neitt. Hann er stöðugt á ferðinni halda götunum hreinum og við reynum grípa hann.

Svo eru það íþróttir í lok þáttar. Vera Illugadóttir ætlar segja okkur frá nýafstaðinni keppni í Japan. Keppni sem margir hlustendur hafa eflaust beðið spenntir eftir fréttir af. Það er keppni í þaulsetu flóðsvína í heitri laug.

Frumflutt

16. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,