ok

Samfélagið

Græn nýsköpun og upprifjun á húðflúrhátíð

Í dag er sjötti febrúar og búið að vera aftakaveður frá því snemma í morgun. Fólk er beðið um að vera ekki mikið á ferli. En eins og margir gera í óveðri sem þessu, ætlum við að vera með hugann við eitthvað allt annað en veðrið.

Hér á eftir fáum við til okkar þær Íseyju Dísu Hávarsdóttur og Kolfinnu Kristínardóttur, frá Klak Icelandic Startups, til að ræða aðeins um nýsköpun og viðskiptahraðal fyrir grænar lausnir. Allt í gangi á sviði nýsköpunar.

En við byrjum annars staðar. Á öðrum stað, og öðrum tíma. Í september sendum við Arnhildur Hálfdánardóttir út Samfélagið á Fjölnisfest í Iðnó í miðborg Reykjavíkur, hálfgerðri uppskeruhátíð tattúlistamanna á Íslandi. Þar áttum við góð samtöl við skipuleggjendur og gesti hátíðarinnar, og útkoman var einn af mínum uppáhalds Samfélagsþáttum síðasta árs. En við ætlum að rifja upp nokkur augnablik af þessari hátíð og grípa niður í nokkrum vel völdum viðtölum.

Frumflutt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,