Samfélagið

Útrás jólabókaflóðsins, leikskólaheimsókn og púlsinn í desember

Þessar vikurnar streyma nýútgefnar bækur í bókabúðir og verslanir um allt land í hinu svokallaða  jólabókaflóði . Hugtakið vísar til þess þegar nýjar bækur „flæða“ inn á markaðinn rétt fyrir jólin þetta hugtak er sjálfsögðu löngu orðið rótgróið í íslenskri tungu, en á undanförnum árum hefur hugtakið „jólabókaflóð“ byrjað skjóta upp kollinum á ólíkum tungumálum í erlendum fjölmiðlum. Branislav Bedi, verkefnastjóri hjá Árnastofnun, sest hjá okkur í upphafi þáttar til segja okkur meira.

Svo kíkjum við í heimsókn á leikskólann Hlíðarenda. Þar finnur starfsfólk fyrir spenningnum og tilhlökkuninni sem eykst hjá börnunum eftir því sem nær dregur jólunum. Sigrún Inga Reynisdóttir deildarstjóri segir mikilvægt skapa rólegt umhverfi í kringum börnin í desember. Við fáum einnig heyra í Unni, 5 ára, og Matthíasi Myrkva, 4 ára. Þau segja okkur allt um Grýlu, jólagjafir, jólasveina og syngja fyrir okkur jólalög.

Þegar jólaösin er komin á fullt er mikilvægt gefa sér tíma og staldra við. Það er auðvelt gleyma sér í streitunni og því skiptir máli nálgast jólahátíðina með ró, njóta góðra stunda og tengsla við fólkið í kringum sig. Sigrún Þóra Sveinsdóttir, doktor í lífeðlisfræðilegri sálfræði, kíkir til okkar í lok þáttar og gefur okkur góð ráð til halda púlsinum niðri í jólaösinni. En við byrjum á jólabókaflóðinu.

Tónlist úr þættinum:

Simon and Garfunkel - The only living boy in New York.

Stevens, Sufjan - Come on let's boogey to the elf dance.

Boygenius - Powers.

Frumflutt

12. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Þættir

,