Við ætlum að fjalla um tækni og heilbrigðiskerfið. Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu eru margar en eru þær góðar? Virka þær? Skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins þurfa að flakka á milli appa og forrita til þess að nálgast nauðsynlegar upplýsingar.
Við ætlum að ræða við Eyrúnu Magnúsdóttur um för hennar í gegnum þann frumskóg forrita sem notendur heilbrigðisþjónustu villast í þegar þeir veikjast.
Þessa dagana er haldið upp á tuttugu ára afmæli fötlunarfræða. Að því tilefni hafa samtök fatlaðs fólks, fatlað listafólk og fræðasamfélagið tekið höndum saman með það að marki að fagna framlagi fötlunarfræða og fatlaðs fólks til menningar og lista í íslensku samfélagi. Við fáum til okkar Margréti Norðdahl, listrænn stjórnandi
Embla Guðrúnar Ágústsdóttur, sviðslistakona, aktívisti
Og í lok þáttar flytjum við pistil eftir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing og pistlahöfund Samfélagsins um rannsóknir á áhrifum loftmengunnar.
Tónlist í þættinum:
FLEETWOOD MAC - The Chain.
Lafourcade, Natalia - Hasta la Raíz.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
THE BEACH BOYS - The Man With All the Toys.