Samfélagið

Gasmengun frá gosinu, snjallvæðing íþrótta, málfar og dýr í geimnum

Útlit er fyrir brennisteinsdíoxíðsmengun frá elgosinu á Reykjanesskaga nái til meginlands Evrópu, jafnvel Rússlands. Í fyrradag var starfsmaður Bláa lónsins fluttur á sjúkrahús vegna gaseitrunar og Vinnueftirlitið hefur beðið fyrirtæki á svæðinu yfirfara áhættumat og tryggja öryggi starfsfólks, til dæmis með gasmælum. Það hefur verið töluverð mengun frá þessu gosi en þó ekki jafn mikil og bilaður mengunarmælir í Garði sýndi í fyrradag. Við ræðum mengunina frá gosinu við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun.

Við tölum um nýjustu tækni og íþróttir og hvernig tæknin er breyta þjálfun og keppni. eru alls kyns tæki og tól hengd á íþróttafólk til safna gögnum um ástand þess og frammistöðu. Myndavélar eru notaðar til greina öll smáatriði og meira segja boltarnir í boltaíþróttum eru snjallboltar. Harald Pétursson er sérfræðingur í þessum málum.

Málfarsmínúta - aukafrumlagið það.

Dýraspjall með Veru Illugadóttur - geimferðir dýra í tímans rás.

Frumflutt

22. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,