Samfélagið

Ábyrgð fyrirtækja á hamfarahlýnun, loftslagsaðgerðir á Íslandi, mannvæn tækni

Á Íslandi hefur aðeins einu stórfyrirtæki tekist uppfylla kröfur Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Hin falla á prófinu, misilla. Þetta sýnir úttekt á vegum ráðgjafarfyrirtækisins PWC. Með ákveðnum reikniformúlum komast þeirri niðurstöðu fyrirtæki á Íslandi beri ábyrgð á nánast allri beinni losun Íslands - en hvað er til ráða? Hvaða gulrætur virka, hvaða prikum á sveifla? Um þetta var fjallað á málþingi í Norræna húsinu í morgun, við heyrum í fólki sem tók þátt í málþinginu og fáum svo þær Hafdísi Hönnu Ægisdóttur, forstöðumann Sjálfbærnistofnunar HÍ, og Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur orku- og umhverfisverkfræðing í hljóðver.

Í dag ætlum við líka velta fyrir okkur tækninni. Hvaða áhrif hafa tækin og tölvuforritin sem við umgöngumst daginn út og inn á heilsu okkar og hegðun? Gæti hún verið hollari? Gæti hún verið mannvænni? Við fáum til okkar Atla Þór Jóhannsson, stofnanda samtaka um mannvæna tækni, í heimsókn til okkar til ræða þessi mál.

Við fáum síðan pistil frá Finni Ricart Andrasyni, formanni Ungra umhverfissinna, þar sem hann fjallar um efasemdir um loftslagsaðgerðir á Íslandi.

Frumflutt

12. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,