Samfélagið

Minjastofnun um útburðarmál í Heiðmörk, framtíð Kringlunnar og málfar

Verslunarmiðstöðvar. Þetta eru stórar byggingar með stóru bílastæði, rúllustigum, raflýsingu, ótal verslunum. Við ætlum skoða eina ákveðna verslunarmiðstöð, þá elstu á Íslandi, Kringluna. Tökum púlsinn á Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar, ræðum jólaverslun, áhrif netsins og framtíð verslunarmiðstöðva almennt.

Orkuveitan hefur höfðað útburðarmál á hendur eigendum nokkurrra sumarhúsa á svokölluðum Elliðavatnsblettum í Heiðmörk, einni elstu sumarhúsabyggð landsins. Orkuveitan vill láta rífa húsin í nafni vatnsverndar og almannahagsmuna. Eigendur húsanna eru ósáttir, við heyrum í nokkrum þeirra og ræðum sömuleiðis við fulltrúa Minjastofnunar, þá Pétur H. Ármannsson sviðsstjóra húsverndar-, umhverfis-, og skipulagssviðs og Gísla Óskarsson, lögfræðing, en þetta óvenjulega mál er komið inn á borð stofnunarinnar.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Frumflutt

8. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,