Samfélagið

Minjastofnun um útburðarmál í Heiðmörk, framtíð Kringlunnar og málfar

Verslunarmiðstöðvar. Þetta eru stórar byggingar með stóru bílastæði, rúllustigum, raflýsingu, ótal verslunum. Við ætlum skoða eina ákveðna verslunarmiðstöð, þá elstu á Íslandi, Kringluna. Tökum púlsinn á Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar, ræðum jólaverslun, áhrif netsins og framtíð verslunarmiðstöðva almennt.

Orkuveitan hefur höfðað útburðarmál á hendur eigendum nokkurrra sumarhúsa á svokölluðum Elliðavatnsblettum í Heiðmörk, einni elstu sumarhúsabyggð landsins. Orkuveitan vill láta rífa húsin í nafni vatnsverndar og almannahagsmuna. Eigendur húsanna eru ósáttir, við heyrum í nokkrum þeirra og ræðum sömuleiðis við fulltrúa Minjastofnunar, þá Pétur H. Ármannsson sviðsstjóra húsverndar-, umhverfis-, og skipulagssviðs og Gísla Óskarsson, lögfræðing, en þetta óvenjulega mál er komið inn á borð stofnunarinnar.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Frumflutt

8. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,