• 00:02:36Er blaðamennskan á hættulegum slóðum?
  • 00:23:09Græn orka og orkuskortur
  • 00:35:01Vögguvísur og barnagælur

Samfélagið

Eru blaðamennskan á hættulegum slóðum? Róið og róað í vögguvísum og barnagælum, orkupistill frá Páli Líndal

Í dag fjöllum við um blaðamennsku, fjölmiðla, samfélagsmiðla og fleira í þeim dúr. Við ræðum eftirmála rannsóknar lögreglu á blaðamönnum og viðhorf almennings og stjórnarmanna gagnvart faginu. Við ræðum við Valgerði Jóhannsdóttur, prófessor í blaðamennsku við Háskóla Íslands og Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands.

Við fjöllum um barnagælur og vögguvísur, einkum það róa sjóinn á og á selabát og á rambinn. Það er nefnilega ekki bara róið með börn til róa þau á Íslandi, það er gert víða um heim. Birna G. Hjaltadóttir skrifaði BA ritgerð í þjóðfræði um vögguvísur og barnagælur.

Síðan heyrum pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Í dag fjallar hann um græna orku og orkuskort.

Tónlist:

Prins Póló, Moses Hightower - Eyja.

Del Rey, Lana - Take Me Home, Country Roads.

Pálmi Gunnarsson, Pálmi Gunnarsson - Bíum bíum bambaló.

Hafdís Huld - Könguló (Spilaði á Airwaves 2010).

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,