Samfélagið

Samfélagið sendir út frá Loftslagsdeginum í Hörpu

Markmið Loftslagsdagsins, sem er árlegur viðburður, er fjalla um loftslagsmál á mannamáli og í ár er einblínt á aðgerðir. Hér er spurt: hverjir eru gera hvað núna? Hvað aðgerðir eru í pípunum og hvað ættum við vera gera?

Við tölum við nokkur þeirra sem hafa haldið erindi og tekið þátt í umræðum hér í dag: Chanee Jónsdóttur Thianthong, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun sem kynnti glænýjar tölur um losun Íslands. Eyrúnu Gígju Káradóttur, verkefnastjóra Orkuseturs, sem spurði í sínu erindi hvort við værum hætt við orkuskiptin, Björn Helga Barkarson skrifstofustjóra hjá Matvælaráðuneytinu en yfirskrift erindis hans var Loft, land og líf - og svo er það Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins sem ræddi um loftslagsvegvísa atvinnulífsins.

Tónlist:

Young, Neil, Nash, Graham, Crosby, Stills, Nash & Young, Crosby, David - Heartland.

KÁRI - Into The Blue.

MANNAKORN - Göngum yfir brúna.

Frumflutt

28. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,