Samfélagið

Hulduherinn sem knýr áfram gervigreindarbyltinguna, krabbameinsrannsóknir, víkingar og þjóðarsálin

Við byrjum þáttinn á fjalla um gervigreind. Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kemur til okkar og við ætlum ræða gervigreind og vinnumarkaðinn, ekki þó endilega í því samhengi sem við heyrum oft um. Við ætlum ekki bara velta fyrir okkur hvaða störf koma til með hverfa vegna gervigreindar, heldur skoða milljónir láglaunastarfa sem fylgja gervigreindarbyltingunni. Hulduherinn sem bakkar upp byltinguna.

Síðan fáum við Eddu Olgudóttur vísindamiðlara í heimsókn og spjöllum um nýjar og spennandi krabbameinsrannsóknir, sem gefa góð fyrirheit um baráttuna gegn alls konar krabbameini.

Og í lok þáttar ætlum við líta um hæl. Við ætlum endurflytja umfjöllun sem var flutt hér í Samfélaginu í haust, þegar við heimsóttum safnafræðinginn Guðrúnu Dröfn Whitehead og veltum fyrir okkur víkingaímyndinni og mikilvægi hennar í uppbyggingu þjóðarsálarinnar, og hvað það þýðir vera víkingur í dag.

Tónlist úr þættinum:

SUFJAN STEVENS - Chicago.

ARLO PARKS & LOUS & THE YAKUZA - I'm sorry.

Frumflutt

12. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,