ok

Samfélagið

Reynslusaga: Long Covid er eins og spennitreyja, ME-félagið um börn og Long Covid, Vísindaspjall um plastmengun

Atli Þór Kristinsson, sagnfræðinemi, var í vinnu, námi og stundaði félagslífið af krafti en eftir að hafa smitast af COVID-19 er hann óvinnufær. Sjúkdómur Atla Þórs heitir Long Covid og hann líkir honum við spennitreyju. Atli Þór segir okkur frá upplifun sinni af sjúkdómnum. Hann hefur í rannsóknum sínum kafað ofan í veruleika ungs fólks sem dvaldi á elliheimilum á síðustu öld, og segja má að hann hafi sjálfur fengið smjörþefinn af veruleika rannsóknarviðfanga sinna þegar hann innritaði sig á heilsustofnunina í Hveragerði, langtum yngri en aðrir sjúklingar.

Við fjöllum nánar um þennan sjúkdóm, Long Covid, sem hrjáir hátt í 3000 manns hér á landi. Hrönn Stefánsdóttir situr í stjórn ME-félagsins og er fulltrúi þess í vinnuhópi um Long Covid hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Evrópu. Samtökin stóðu um síðustu helgi fyrir herferð til að auka meðvitund um sjúkdóminn og þá sérstaklega á veruleika barna sem glíma við hann hér á landi.

Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Við ræðum plastmengun í lungum fugla.

Tónlist:

DIRE STRAITS - Walk Of Life.

VALDIMAR - Stimpla mig út.

Frumflutt

19. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,