Samfélagið

Ný umferðarmerki, líffræðinemar á Madagaskar, málfar, upptaka úr safni útvarpsins

Við ætlum ræða umferðarmerki, í vor tók gildi reglugerð um slík merki- þetta eru tímamót enda hefur reglugerðinni ekki verið breytt í tæp 30 ár. Merkin eru flokkuð með nýjum hætti, sjötíu merki hverfa á braut og á fimmta tug nýrra bætist við - t.d. merki um kanínur geti verið á ferli við veginn. Einar Pálsson, forstöðumaður Vegaþjónustudeildar vegagerðarinnar, ræðir við okkur um nýju reglugerðina.

Svo símum við alla leið til Madagaskar sem er eins og margir hlustendur vita, eyja við austurströnd Afríku. Þar er Ingi Agnarsson prófessor dýrafræði við Háskóla Íslands í umfangsmikilli námsferð og rannsóknarleiðangri með um 30 líffræðinemum sem eru kynna sér fjölbreytt lífríki eyjunnar, sem er einstakt. Við sláum á þráðinn til hans á eftir.

Við heyrum líka eina málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar í lok þáttar með upptöku úr safni útvarpsins.

Tónlist:

Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.

THE HOUSEMARTINS - Build.

Hjálmar - Skýjaborgin.

Frumflutt

27. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,