Samfélagið

Loftslagsaðlögun, Sundabraut, málfar og Guð blessi Ísland

Loftslagsbreytingar ógna innviðum, náttúru og mannslífum á Íslandi og við því þarf bregðast. Stjórnvöld kynntu á dögunum tillögur aðlögunaráætlun, Loftslagsþolið Ísland. Hlutverk sveitarfélaganna er stórt í því samhengi. Við ræðum það við Hrönn Hrafnsdóttur, sérfræðing í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg.

Við tölum um Sundabraut. Vegagerðin heldur þessa dagana opna kynningarfundi um þá risastóru framkvæmd. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni fer yfir áætlanir, stöðuna og framkvæmdirnar.

Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í lok þáttar ræðum við ákveðin tímamót, afmæli fyrirbæris sem komið er á unglingsaldur og rótum aðeins í sameiginlegum minningasjóði vegfarenda sem við rákumst á í grennd við Efstaleiti 1 í Reykjavík. Það eru nefnilega 15 ár frá frægu ávarpi Geirs H. Haarde sem lauk með orðunum Guð blessi Ísland.

Frumflutt

6. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,