Samfélagið

Loftslagsaðlögun, Sundabraut, málfar og Guð blessi Ísland

Loftslagsbreytingar ógna innviðum, náttúru og mannslífum á Íslandi og við því þarf bregðast. Stjórnvöld kynntu á dögunum tillögur aðlögunaráætlun, Loftslagsþolið Ísland. Hlutverk sveitarfélaganna er stórt í því samhengi. Við ræðum það við Hrönn Hrafnsdóttur, sérfræðing í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg.

Við tölum um Sundabraut. Vegagerðin heldur þessa dagana opna kynningarfundi um þá risastóru framkvæmd. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni fer yfir áætlanir, stöðuna og framkvæmdirnar.

Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í lok þáttar ræðum við ákveðin tímamót, afmæli fyrirbæris sem komið er á unglingsaldur og rótum aðeins í sameiginlegum minningasjóði vegfarenda sem við rákumst á í grennd við Efstaleiti 1 í Reykjavík. Það eru nefnilega 15 ár frá frægu ávarpi Geirs H. Haarde sem lauk með orðunum Guð blessi Ísland.

Frumflutt

6. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,