Samfélagið

Híbýlaauður - hönnun fjölbýlishúsa fyrr og nú, íslensk hundanöfn að fornu og nýju, málfar og pistill frá Páli Líndal.

Við ætlum fjalla um húsnæðismál og íbúðaþróun - Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, er hluti af hópi sem kallast Híbýlaauður - ég hitti hana á Hönnunarmars um daginn, við skoðuðum lególíkön af ýmsum blokkum, gömlum og nýjum, sem hafði verið raðað á langborð og ræddum stefnur og strauma í hönnun og byggingu fjölbýlishúsa, meðal annars hvort eldhúsglugginn væri hverfa.

Við fræðumst um íslensk hundanöfn fornu og nýju. Emily Lethbridge rannsóknardósent við Árnastofnun tók sig til og rannsakaði þessi mál í kjölfar þess fjölskylda hennar fékk sér hund sem þurfti finna nafn á.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunautar - hafast og hefjast.

Pistill frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi - sálfræðileg fjarlægð og útlit húsa.

Tónlist:

Beatles, The - All you need is love.

ÁSGEIR TRAUSTI - hann blæs.

Frumflutt

14. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,