• 00:06:45Enn gýs á Reykjanesskaga
  • 00:27:05Snjóflóðahætta og viðbúnaður
  • 00:51:19Snjallmælar - pistill Stefáns Gíslasonar

Samfélagið

Gos við Sundhnúkagíga, snjóflóðaeftirlit og snjallmælar

Við ætlum ræða aðeins um eldgosið við Sundhnúksgígaröðina. Gosið hefur staðið frá 16. mars og virknin talin stöðug. Tveir gígar eru virkir og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni hefur landris ekki mælst undanfarna daga sem þykir benda til þess jafnvægi í aðstreymi kviku undir Svartsengi. Og í gær var hættustig Almannavarna fært af neyðarstigi á hættustig. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri á Veðurstofunni ætlar fara yfir stöðuna með okkur.

Og við höldum okkur á veðurstofunni því undanfarið hafa fréttir af snjóflóðum og snjóflóðahættu verið tíðar og viðbragð vegna þess verið talsvert. Sveinn Brynjólfsson er sérfræðingur á sviði ofanflóðahættu. Hann ætlar ræða við okkur á eftir.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur fjallar svo um snjallmæla í pistli í lok þáttar.

Frumflutt

4. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,