Samfélagið

Rannsóknir á bólusetningum, þriðja vaktin og feðraveldi

Við fjöllum um nýjar rannsóknir á bólusetningum á Íslandi. Íris Kristinsdóttir læknir varði á dögunum doktorsritgerð þar sem þrjár rannsóknir lágu til grundvallar. Á hagkvæmni og ávinningi bólusetninga gegn rótaveiru, útbreiðslu og bólusetningum gegn meningókokkum og bólusetningum barnshafandi kvenna gegn inflúensu. Íris segir okkur frá þessum rannsóknum og með henni er Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir og lektor, sem var leiðbeinandi Írisar.

Þriðja vaktin hefur verið mikið milli tannanna á fólki í framhaldi af Kvennaverkfallinu í síðustu viku. Talað er um fyrstu vaktina, aðra vaktina, þriðju og jafnvel fjórðu. Hvernig birtist þessi þriðja vakt? Hvaða áhrif hefur hún á þann sem ber hitann og þungann af henni og hvernig deila henni jafnar á heimilismeðlimi? Alma Dóra Ríkarðsdóttir, telur hægt útvista þriðju vaktinni til tækninnar, í það minnsta einhverju leyti og hefur ásamt fleiri konum hannað app til þess.

Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur til okkar í málfarsspjall. Hún fjallar um hugtakið feðraveldi.

Frumflutt

31. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,