Samfélagið

Sýndarverslanir, handverk, hernám og hápólitískar kosningar í útvarpsráð

Í dag kíkjum við á sýningu á handverki og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Við þræðum sýninguna í fylgd Gunnhildar Eddu Guðmudsdóttur, framkvæmdarstjóra Handverks og hönnunar og spjalla aðeins við handverksfólkið og hönnuðina sem eru á sýningunni.

Við heimsækjum síðan Þjóðskjalasafn Íslands, eins og alltaf annan hvern mánudag. Þar tekur Unnar Ingvarsson á móti okkur og sýnir okkur skjöl frá fyrri hluta tuttugustu aldar, sem tengjast starfsemi RÚV. Meðal annars kynnum við okkur gögn um lýðræðislegar og hápólitískar kosningar í útvarpsráð og fréttir sem tengjast hernámi Íslands.

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna, kemur síðan til okkar og ræðir sýndarverslanir, eða dropshipping, sem hefur leikið marga grátt.

Tónlist úr þættinum.

O.N.E. - I See You.

O.N.E. - Awa 1.

O.N.E. - Ksiezyc.

Frumflutt

11. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,