ok

Samfélagið

Hlutdeildarlán, nýr heitavatnstankur og umhverfissálfræði

Við forvitnumst um svokölluð hlutdeildarlán sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun veitir fyrstu kaupendum í lægri tekjuhópum. Í ár barst metfjöldi umsókna um slík lán og við ætlum að biðja Einar Georgsson verkefnisstjóra hlutdeildarlána hjá HMS að segja okkur frá því hvernig þessi lán eru hugsuð, hverjir geta tekið þau og ýmislegt fleira.

Við förum í bíltúr upp á Reynisvatnsheiði. Þar rís nú mikið gímald - glænýr heitavatnstankur sem á að taka í gagnið síðar í mánuðinum. Við mæltum okkur mót við Hákon Gunnarsson hjá Veitum sem segir okkur frá þessu mannvirki og leyfir okkur jafnvel að kíkja inn í tankinn.

Svo fáum við pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,