ok

Samfélagið

Rafræn skilríki taka breytingum, hulin þekking kvenna eftir barnsburð og vísindaspjall

Rafræn skilríki eru notuð víða - hvort sem þú þarft að skrá þig inn í netbankann, á Ísland.is nú eða endurnýja líkamsræktarkortið. Stafrænt Ísland hefur séð um þessa þjónustu og hingað til hefur enginn þurft að borga en nú verður breyting á. Eldri innskráningarþjónusta Stafræns Íslands lokar og hófst það ferli í gær. Íslykillinn er úr sögunni, auðkenningarþjónusta ríkisins nú einungis í boði fyrir hið opinbera en fyrirtæki og félagasamtök þurfa að leita annarra lausna. VIð ætlum að ræða þessar breytingar við Birnu Írisi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Rafræns Íslands, og Ólaf Pál Einarsson, framkvæmdastjóra Dokobit á Íslandi.

Við höldum áfram að fjalla um veruleika mæðra í Íslensku samfélagi. Elín Ásbjarnardóttir Strandberg, heimspekinemi, ætlar að kíkja til okkar og segja okkur frá rannsóknum sínum um sjálfsmynd mæðra eftir barnsburð.

Edda Olgudóttir, sérstakur vísindamiðlari Samfélagsins, kíkir til okkar í vísindaspjall. Hún er vikulegur gestur hjá okkur í Samfélaginu.

Frumflutt

3. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,